Samkvæmt fréttum á Englandi í dag mun Antony kantmaður Manchester United hafa mikinn áhuga á því að fara frá félaginu.
Segir að Antony gæti hreinlega farið á næstu dögum en félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar á föstudag.
Ensk blöð segja að lið á Spáni, Frakklandi og Sádí Arabíu hafi einnig skoðað Antony síðustu daga.
Antony hefur lítið komið við sögu í upphafi tímabils en hann kostaði United um 80 milljónir punda fyrir tæpum tveimur árum.
Antony er orðaður við endurkomu til Ajax en ekki er líklegt að nokkurt lið kaupi hann fyrr en næsta sumar.
Newcastle hefur einnig verið nefndur til sögunnar en glugginn í Tyrklandi lokar eins og fyrr segir á föstudag og þar hefur Fenerbache áhuga.