Stuðningsmenn Manchester United eru margir hverjir reiðir eftir að varnarmaður liðsins, Lisandro Martinez birti mynd á Instagram síðu sinni.
Lisandro er mættur í verkefni með landsliði Argentínu en hann birti mynd af sér og Alexis MacAllister miðjumanni Liverpool á Instagram.
Myndin pirrar marga stuðningsmenn United eftir að Liverpool slátraði liðinu í ensku deildinni á sunnudag.
„Hvar er rígurinn, þetta hefði ekki gerst fyrir tuttugu árum,“ skrifar einn.
Ljóst er að myndin er birt á óheppilegum tíma en þeir félagar ferðuðust saman frá Manchester eftir leikinn til Argentínu.