Samkvæmt Manchester Evening News var það starfsfólk Manchester United og þeir sem ráða yfir félaginu í dag sem vildu ekki selja Mason Mount í sumar.
Enski landsliðsmaðurinn hefur svo sannarlega upplifað verulega erfiða tíma á Old Trafford.
Meiðsli hafa komið í veg fyrir að hann hafi náð takti en meiðsli í kálfa urðu til þess að hann spilaði varla af neinu ráði í fyrra.
Mount var orðaður við brottför í sumar en forráðamenn United vilja gefa honum tækifæri.
Mount byrjaði fyrstu tvo deildarleiki sumarsins en meiddist í fyrri hálfleik gegn Brighton og verður frá næstu vikurnar.
Mount kostaði rúmar 50 milljónir punda þegar hann kom frá Chelsea fyrir rúmu ári síðan en þar spilaði hann 279 leiki og kom að yfir 100 mörkum.