Jose Mourinho stjóri Fenerbache er byrjaður að búa til ríg við leikmenn Galatsaray og þá við stjörnu liðsins Victor Osimhen.
Osimhen gekk í raðir Galatasaray í síðustu viku á láni frá Napoli en Mourinho tók við Fenerbache í sumar.
Mourinho þekkir Osimhen vel eftir að hafa stýrt Roma og mætt Napoli í mörg skipti. „Það er ekkert vandamál á milli mín og Osimhen,“ segir Mourinho.
„Við eigum gott samband en í hvert skipti sem við mætumst þá ræði ég við hann. Ég þoli ekki hvernig hann hagar sér, hann dýfir sér alltof mikið.“
Mourinho hefur rætt ítarlega við kappann. „Ég hef sagt honum að hann og Mo Salah séu bestu leikmennirnir frá Afríku. Áður voru það Didier Drogba, Samuel Eto´o og George Weah. Hann á ekki að haga sér svona, hann dýfir sér alltof mikið.“
„Það er það sem ég hef gagnrýnt í hans leik.“