Angel Gomes fyrrum miðjumaður Manchester United er eða verða einn eftirsóttasti leikmaðurinn í enska boltanum en hann getur komið frítt næsta sumar.
Gomes hefur verið í fjögur ár hjá Lille í Frakklandi og hefur bætt leik sinn ansi mikið.
Gomes er 24 ára gamall en hann neitaði að skrifa undir nýjan samning hjá United og ákvað að fara til Frakklands.
Samningur Gomes við Lille rennur út næsta sumar og ætlar ekki að framlengja við félagið. Hann spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir England í vikunni.
Þetta hefur vakið áhuga stærri liða en samkvæmt enskum blöðum eru Liverpool, Newcastle og Tottenham öll áhugasöm. Þá er Borussia Dortmund einnig að skoða stöðuna.