Leikur HK og KR mun ekki fara fram í kvöld en einn leikur var á dagskrá í Bestu deild karla.
Leiknum var upphaflega seinkað en annað markið í Kórnum var brotið og þurfti að kippa því í laginn.
HK reyndi að redda nýju marki svo leikurinn gæti farið fram en því miður gekk það ekki upp að lokum.
Dómarar leiksins tóku því ákvörðun um að fresta viðureigninni og er óljóst hvenær leikurinn verður spilaður.
Annað mark var fært inn á völlinn en stóðst ekki kröfur dómarana sem gátu ekki annað gert en að fresta viðureigninni.