Mikael Nikulásson er hættur sem þjálfari KFA í 2. deild karla en frá þessu greinir Kristján Óli
Sigurðsson.
Mikael og Kristján eru saman í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni sem er í umsjón Ríkharðs Óskars Guðnasonar, betur þekktur sem Rikki G.
,,Mikael Nikulásson er hættur sem þjálfari KFA. Ræðum í Vigtinni á morgun,“ skrifaði Kristján seint í gærkvöldi.
KFA hefur tapað þremur leikjum í röð í 2. deildinni og situr í fjórða sæti er 15 umferðir eru búnar.
Mikael þjálfaði KFA einnig á síðustu leiktíð en hann var áður á mála hjá Njarðvík þar sem honum var segið upp.
Mikael Nikulásson er hættur sem þjálfari KFA. Ræðum í Vigtinni á morgun. pic.twitter.com/jd0gQwg5Nl
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 4, 2024