fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Guardiola tjáir sig um orðrómana: ,,Veit ekki hvaðan þetta kemur“

Victor Pálsson
Mánudaginn 5. ágúst 2024 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann hafi ekki hugmynd um hvaðan sögusagnirnar um að hann sé að taka við enska landsliðinu hafi komið frá.

Guardiola hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Englandi en Gareth Southgate ákvað að stíga til hliðar eftir EM í sumar.

Spánverjinn veit ekki hvaðan þessar sögusagnir komu og segist vera ekkert nema ánægður hjá Englandsmeisturunum.

,,Ég er bara hérna, ég er ánægður og get ekki tjáð mig um mikið meira,“ sagði Guardiola.

,,Ég veit ekki hvaðan þessir orðrómar komu en ég er afskaplega ánægður í mínu starfi og við sjáum svo hvað gerist.“

,,Ég bíð spenntur eftir því að leikmenn snúi aftur úr sumarfríi svo við getum byrjað að æfa og gert það sem við höfum gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok