Miðjumaðurinn öflugi Bruno Guimaraes hefur staðfest það að hann sé ekki á förum frá liði Newcastle í sumar.
Bruno greindi sjálfur frá því á Instagram síðu sinni í gær en hann hefur verið orðaður við Manchester City.
Ekkert er þó til í þeim sögusögnum að hans sögn og verður hann leikmaður Newcastle í vetur.
Um er að ræða 26 ára gamlan brasilískan landsliðsmann sem á enn fjögur ár eftir af samningi sínum við Newcastle.
Bruno hefur verið einn besti leikmaður Newcastle í dágóðan tíma og ætlar að spila með félaginu á komandi tímabili.