fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Börkur segir ekki rétt að Gylfi hafi viljað fara – „Eins og við er hann ósáttur með gengi liðsins“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 11:28

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjaftasaga hefur verið á kreiki í kringum íslenska boltann um að Gylfi Þór Sigurðsson sé ósáttur hjá Val og hafi beðið um að fá að rifta samningi sínum áður en félagaskiptaglugganum lokaði á dögunum. Formaður knattspyrnudeildar Vals segir þetta ekki rétt.

Það kom fram í Þungavigtinni að Gylfi hafi viljað yfirgefa Val fyrir gluggalok á dögunum og reynt að fá samningi sínum rift. Þá var einnig vakin athygli á þessu í Innkastinu á Fótbolta.net.

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir í samtali við 433.is að það sé ekki rétt að Gylfi hafi viljað fara frá Val eða að hann hafi reynt að fá samningi sínum rift. Jafnframt segir Börkur að Gylfi sé ekki ósáttur hjá félaginu.

Bað Gylfi um að fá að fara? „Nei.“ Bað Gylfi um að fá að rifta samningi sínum? „Nei.“ Er Gylfi ósáttur hjá Val? „Nei,” segir Börkur við 433.is.

„En hann, eins og við öll sem erum í kringum félagið, er ósáttur með gengi liðsins. Það er undir okkur í stjórn, hjá þjálfarateymi og leikmönnum að snúa þessu gengi við,“ segir Börkur.

Það hefur lítið gengið upp hjá Val undanfarnar vikur og er liðið svo gott sem úr leik í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson var á dögunum rekinn úr stöðu þjálfara liðsins og tók Sr­djan Tufegdzic, Túfa, við.

„Túfa hefur komið sterkur inn, hann er mjög faglegur í öllu starfi og mikill félagsmaður. Hann er með sömu framtíðarsýn og við. Nú er það hjá okkur utan vallar, þjálfurum og leikmönnum að snúa við gengi liðsins,“ segir Börkur.

Gylfi gekk í raðir Vals í vetur eftir glæstan feril í atvinnumennsku. Hann gerði tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn