Það er einfaldlega ekki möguleiki fyrir Barcelona að kaupa vængmanninn öfluga Nico Williams frá Athletic Bilbao.
Þetta segir Victor Font sem bauð sig fram sem forseta félagsins 2021 og ætlar að gera það sama 2026.
Joan Laporta er forseti Barcelona í dag en hann hefur greint frá því að það sé möguleiki fyrir Börsunga að næla í spænska landsliðsmanninn.
Font er hins vegar staðráðinn í að Laporta sé að ljúga að stuðningsmönnum liðsins en Williams var einn besti leikmaður Spánar á EM í sumar.
,,Ég vildi óska þess að við gætum fengið Nico Williams því þetta er leikmaður sem við þurfum,“ sagði Font.
,,Forsetinn sagði að það væri möguleiki en það er ekki rétt. Við getum ekki keypt hann í dag. Við vonum að það verði hægt í framtíðinni en í dag er það ekki möguleiki.“