Barcelona hefur fengið frábærar fréttir fyrir komandi tímabil en varnarmaðurinn Alejandro Balde er snúinn aftur á völlinn.
Balde er 20 ára gamall og spilar sem bakvörður en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í janúar fyrir leik gegn Manchester CIty í vikunni.
Barcelona vann leikinn 4-1 í vítaspyrnukeppni en venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli gegn Englandsmeisturunum.
Vinstri bakvörðurinn er loksins að snúa aftur eftir erfið meiðsli aftan í læri en hann meiddist í 8-liða úrslitun Konungsbikarsins á síðustu leiktíð.
Barcelona treystir mikið á Balde í öftustu línu og er útlit fyrir að hann verði klár fyrir nýtt tímabil.