Roy Keane, goðsögn Manchester United, er viss um að Liverpool muni ekki enda í einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar á komandi tímabili.
Arne Slot mun sjá um að þjálfa Liverpool í vetur en hann tók við af hinum skemmtilega Jurgen Klopp sem steig til hliðar í sumar.
Liverpool hefur ekki gert merkilega hluti á markaðnum í sumar og er Keane á því máli að liðið þurfi að semja við leikmenn og það sem fyrst.
Að mati Keane er leikmannahópur liðsins einfaldlega ekki nógu góður til að berjast um efstu fjögur sætin.
Það eru góðar líkur á að Liverpool styrki sig fyrir lok gluggans en liðið hefur enn rúmlega tvær vikur til að klára sín viðskipti.
,,Já ég held að Liverpool missi af lestinni, nema þeir kaupi nokkra leikmenn á næstu vikum,“ sagði Keane við Stick to Football.