Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United segir að Erik ten Hag hafi verið að gera of mikið hjá félaginu, nú hafi hann fengið fólk til að hjálpa sér og eigi bara að þjálfa liðið.
Ratcliffe hefur ráðið inn mikið af fólki inn til félagsins sem starfa með Ten Hag.
Ratcliffe skoðaði að reka Ten Hag í sumar en eftir að hann og hans fólk hafi skoðað stöðuna fékk þjálfarinn traustið áfram.
„Erik er góður maður og hefur gert sitt besta en hann var látinn gera of mikið,“ sagði Ratcliffe.
„Hann var að reyna að laga hópinn en á sama tíma átti hann hafa skoðun á því af hverju þakið var að leka.“
Enska úrvalsdeildin hefst á föstudag en Manchester United hefur leik á föstudag gegn Fulham.