fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

Aron Einar um heimkomuna og framhaldið – „Ég vil enda þetta á mínum forsendum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson var kynntur sem leikmaður Þórs á Akureyri í dag, hann snýr heim í uppeldisklúbbinn eftir átján ár í atvinnumennsku.

Þó Aron sé mættur heim eru miklar líkur á því að hann fari erlendis á næstu vikum, Aron yrði þá lánaður frá Þór. Aron er með möguleika á borðinu bæði í Katar og í Belgíu.

„Manni líður eins og maður sé mættur heim, Þórsarar komnir saman. Þetta er mitt félag og gaman að fá þessar móttökur,“ sagði Aron Einar í ítarlegu spjalli við 433.is.


Aron opnaði aldrei á neitt annað lið á Íslandi og vildi halda þangað sem hann ólst upp.

„Ég opnaði aldrei á neitt samtal varðandi það á Íslandi, planið var alltaf að koma og klára hérna heima. Planið er að koma mér í gang og spila eins og maður, svo sjáum við til hvort ég fari á lán í lok gluggans til Evrópu eða Katar. Ég þarf að koma mér í gang.“

Aron Einar hefur síðasta árið glímt við talsvert af meiðslum en er á batavegi og mun koma við sögu í næstu leik Þórs sem er eftir níu daga á heimavelli.

„Þetta er langur aðdraganda að þessum meiðslum, við ákváðum fyrir átta mánuðum að fara í aðgerð. Það tekur tíma að jafna sig þegar maður er kominn á þennan aldur, mér líður eins og ég sé alveg að koma heima og saman.“

Metnaður Arons Einars er að spila aftur fyrir íslenska landsliðið. Hann hefur spilað 103 landsleiki og vill ljúka ferlinum þar á eigin forsendum. „Landsliðið hefur alltaf verið aðalatriðið fyrir mig, það hefur verið erfitt síðasta eina og hálfa árið að vera á hliðarlínunni.“

„Ég vil enda þetta á mínum forsendum í stað þess að vera meiddur á hliðarlínunni, ef ég kem ekki til með að hjálpa liðinu þá verð ég ekki valinn.“

Viðtalið er í heild hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Hulk bætti met Neymar
433Sport
Í gær

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum