fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Skrýtin staða hjá United – Starfsfólkið ekki fengið að vita neitt

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Jadon Sancho, leikmanns Manchester United, er í algjörri óvissu. Hann á að snúa til æfinga í þessari viku.

Sancho var á láni hjá sínu gamla félagi, Dortmund, seinni hluta síðustu leiktíðar eftir stríð við Erik ten Hag, stjóra United. Það bendir ekkert til þess að samband þeirra hafi batnað eftir því sem fram kemur í enskum miðlum og Sancho því væntanlega á förum.

Sem fyrr segir á hann hins vegar að snúa aftur til æfinga í þessari viku en ekki einu sinni starfsfólk á æfingasvæði United veit hvað félagið ætlar sér að gera varðandi Sancho. Ekki er tekið fram hvort hann eigi að mæta til æfinga með öðrum leikmönnum aðalliðsins, hvenær hann á að fara í þolpróf og þess háttar. Engin dagskrá hefur verið sett upp fyrir kappann.

Sancho kostaði United 73 milljónir punda árið 2021 en hann kom einmitt frá Dortmund. Félagið vill losna við hann af launaskrá en hann þénar um 300 þúsund pund á viku. Dortmund vildi fá hann alfarið til sín aftur en hefur ekki efni á honum.

United vill fá um 45 milljónir punda fyrir kantmanninn og sem stendur hefur ekkert félag sýnt raunverulegan vilja til að klófesta hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England