fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Davíð Smári fullyrðir að Árbæingar hafi verið með kynþáttaníð í kvöld – „Hlutir sem gerast hérna sitja í manni“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. júní 2024 22:08

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra sakar leikmenn Fylkis um kynþáttaníð í garð leikmanns Vestra. Þetta kemur fram í viðtali á Vísir.is í kvöld

„Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra,.

Davíð er einnig ósáttur með Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis og hann orð.

„Ummæli frá þjálfara Fylkis í minn garð sem eru ekki við hæfi í fótboltaleik. Það situr líka eftir.“

Fylkir vann nauðsynlegan sigur á Vestra í Bestu deild karla í kvöld en leikið var við frábærar aðstæður í Árbæ. Elmar Atli Garðarsson kom Vestra yfir í leiknum áður en Matthias Præst jafnaði leikinn, staðan 1-1 í hálfleik.

Þóroddur Víkingsson og Ómar Björn Stefánsson skoruðu svo fyrir Fylki í síðari hálfleik og komu liðinu í 3-1 áður en Jeppe Gertsen lagaði stöðuna fyrir gestina. Lokastaðan 3-2. Fylkir fer með sigrinum af botni deildarinnar og er með sjö stig en KA er með fimm stig á botninum.

Davíð vill ekki opinbera hvaða leikmenn Fylkis eiga sök í máli.

„Ég held að þeir sem eiga í hlut, þeir vita bara upp á sig sökina. Þeir sem vilja kafa dýpra í það verða bara að fara yfir hvað gerist hérna í leiknum, þegar allt sýður upp úr, milli hverra það er. Ég ætla ekki að eiga nein ummæli um það. Þjálfari Fylkis má reyndar eiga það að hann biður mig afsökunar, og ég tek því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Í gær

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Í gær

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“