fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. maí 2024 18:00

Klopp var hrifinn af vetrarfríinu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool myndi kjósa með því að hætta með VAR tæknina í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þá sem sjá um VAR á Englandi ekki hafa hæfni í það.

Það er ólíklegt að félög ensku úrvalsdeildarinnar muni samþykkja tillögu Wolves um að segja skilið við myndbandsdómgæslu, VAR, frá og með næstu leiktíð.

Í fyrrdag kynnti Wolves tillögu sína um að hætta með VAR þar sem það hafi slæm áhrif á leikinn. Tæknin var tekin upp í ensku úrvalsdeildinni 2019 en hefur þótt umdeild.

Fjórtán félög af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni þurfa að samþykkja tillöguna svo hætt verði með VAR en það er ólíklegt að svo verði.

Liverpool er eitt þeirra félaga sem er sagt ætla að fella þessa tillögu en Klopp myndi ekki gera það.

„Hvernig tæknin er notuð er klárlega ekki rétt, hvernig þetta er gert. Ég myndi kjósa með því að hætta með VAR,“ segir Klopp sem hættir með Liverpool á sunnudag.

„Fólkið getur ekki gert þetta almennilega, VAR er ekki vandamálið sjálft. Þú getur ekki breytt fólkinu, ég myndi kjósa með því að hætta með VAR.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur