fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Starf Gregg í Vesturbænum ekki í hættu og tíðindin af Óskari hafa engin áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 10:03

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Gregg Ryder sem þjálfari karlaliðs KR er ekki í hættu þrátt fyrir slakt gengi í undanförnum leikjum. Fréttir um brottför Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund í Noregi hafa engin áhrif á hans stöðu.

Þetta segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í stuttu spjalli við 433.is nú í morgunsárið.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur. Það er bara áfram gakk. Við erum bara að halda okkar striki,“ segir Páll, spurður út í stöðu Gregg í ljósi gengisins undanfarið.

Meira
Óskar Hrafn óvænt hættur með Haugesund – „Þetta er mikið sjokk“

Óskar Hrafn hætti með Haugesund fyrir helgi og í kjölfarið fóru af stað orðrómar um að hann gæti tekið við KR-ingum.

Það sem ýtir undir þessa orðróma er svo að KR hefur aðeins fengið 1 stig í síðustu fjórum leikjum í Bestu deildinni en Páll segir ekkert í gangi á bak við tjöldin í Vesturbænum.

„Þetta er nýbyrjað svo við erum ekkert að stressa okkur.“

KR er með 7 stig í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn FH í Kaplakrika eftir viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England