fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
433Sport

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. apríl 2024 12:54

Pétur Theodór Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Theódór Árnason hefur gengið til liðs við Gróttu frá Breiðabliki. Eins og kunnugt er var Pétur keyptur til Breiðabliks frá Gróttu eftir tímabilið 2021 en varð fyrir því óláni að slíta krossband þá um haustið.

Pétur lék því aðeins einn leik þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2022 og spilaði svo með Gróttu á láni síðasta sumar. Liðþófameiðsli urðu til þess að Pétur spilaði ekkert seinni hluta tímabilsins í fyrra en fyrstu æfingarnar með Gróttu hafa gengið vel og það verður spenanndi að sjá hvort að framherjinn knái nái að láta ljós sitt skína í sumar.

Samkvæmt tölfræði á vef KSÍ er Pétur þriðji leikjahæsti leikmaður Gróttu frá upphafi og sá langmarkahæsti með 73 mörk. Það er hvalreki fyrir Gróttu að fá Pétur inn í hópinn því hann er ekki einungis góður leikmaður heldur ennfremur sterkur og traustur persónuleiki sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi sitt.

Chris Brazell, þjálfari Gróttu, er ánægður að fá Pétur aftur heim: „Síðasta tímabil var strembið fyrir Pétur – hann var ekki nógu góður í hnénu og væntingarnar sem voru gerðar til hans voru sennilega ósanngjarnar. Nú byrjum við upp á nýtt. Honum líður vel og væntingarnar eru raunhæfari og skýrari. Við búumst ekki við því að Pétur sé sami leikmaður og fyrir 5 árum en trúum því að hann geti hjálpaði liðinu mikið á réttum augnablikum. En fyrst og fremst er Pétur frábær karakter með risastórt Gróttuhjarta og við erum himinlifandi að fá hann aftur á Vivaldivöllinn.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot

Albert Guðmundsson verður ákærður fyrir kynferðisbrot
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Jóhann Már kemur og ræðir allt það helsta

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Jóhann Már kemur og ræðir allt það helsta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breyting á leikjum vegna veðurs

Breyting á leikjum vegna veðurs
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Birtir skilaboð frá stórstjörnu – Bauð henni ráð til að grennast og ætlaði svo að sofa hjá henni

Birtir skilaboð frá stórstjörnu – Bauð henni ráð til að grennast og ætlaði svo að sofa hjá henni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu spjöldin fjögur sem Paqueta er sakaður um að hafa viljað fá – Gæti fengið tíu ára bann

Sjáðu spjöldin fjögur sem Paqueta er sakaður um að hafa viljað fá – Gæti fengið tíu ára bann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Bayern undir stjórn Kompany litið út

Svona gæti byrjunarlið Bayern undir stjórn Kompany litið út
433Sport
Í gær

Sáttur við að vera þriðji markvörður og framlengir samning sinn á ný

Sáttur við að vera þriðji markvörður og framlengir samning sinn á ný