fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í 1-4 sigri á Barcelona í gær. Hann fagnaði vel og innilega með knattspyrnustjóra sínum, Luis Enrique, eftir leik.

Um var að ræða seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeidlarinnar en þeim fyrri lauk 2-3 fyrir Barcelona. PSG fór því áfram eftir samanlagðan 6-4 sigur.

Þetta er sennilega síðasta tækifæri Mbappe til að hampa Meistaradeildartitli með PSG en hann er að öllum líkindum á leið til Real Madrid í sumar. Samningur hans í París er að renna út.

Mikið hefur verið rætt um hugsanlegt ósætti hans við Enrique, sem hefur til að mynda reglulega skipt honum út af í leikjum undanfarið.

Það var þó ekki að sjá eftir leik í gær. Þeir félagar voru í innilegum faðmlögum.

Margir voru hissa í ljósi frétta undanfarið og vekja erlendir miðlar athygli á þessu í morgunsárið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla