fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

David Beckham höfðaði mál gegn 150 fyrirtækjum og hafði betur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. apríl 2024 18:30

Beckham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham hefur unnið mál sem hann höfðaði gegn fyrirtækjum sem voru að selja vörur undir hans nafni og nota hans vörumerki.

Beckham höfðaði málið gegn 150 söluaðilum flestum í Asíu en vörurnar voru til sölu á Ebay, Amazon og fleiri sambærilegum síðum.

Um var að ræða fatnað, skó, rakspíra, sólgleraugu og fleira sem er undir vörumerkjum Beckham.

Beckham hafði farið fram á 1,6 milljón punda frá öllum þessum aðilum en fær ekki þá upphæð í sinn vasa.

Hann fær hins vegar 8 þúsund pund í bætur frá hverjum aðila eða 352 þúsund pund í heildina. Rúmar 60 milljónir króna sem gera lítið fyrir Beckham í stóra samhenginu.

Búið er hins vegar að setja bann við sölu á þessum varningi sem er sá sigur sem Beckham var að sækjast eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni