fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Hlegið að ummælum fyrrum markavélarinnar – ,,Ef þeir hefðu ekki meiðst værum við á toppnum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 20:18

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru svo sannarlega ekki allir sammála ummælum fyrrum enska landsliðsmannsins Jermain Defoe sem hann lét falla um fyrrum félag sitt, Tottenham.

Tottenham tapaði 4-0 gegn Newcastle í gær en frammistaða liðsins seinni hluta tímabils hefur verið ansi slæm.

Tottenham byrjaði tímabilið vel en leikmenn á borð við Micky van de Ven, James Maddison, Yves Bissouma og Pape Sarr hafa allir glímt við meiðsli.

Defoe er á því máli að Tottenham væri á toppnum í dag ef allir þessir leikmenn hefðu haldið heilsu út tímabilið.

Það er óhætt að segja að margir hafi hlegið að þessum ummælum Defoe en Tottenham er í dag 13 stigum frá toppsætinu.

,,Enska úrvalsdeildin er erfiðasta deild heims og tímablið er svo langt, þú upplifir góða og slæma tíma,“ sagði Defoe.

,,Að mínu mati er Tottenham enn eitt mest spennandi lið til að fylgjast með og ef lykilmenn hefðu ekki meiðst þá værum við á toppi deildarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye