fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Sigurður Bjartur búinn að skrifa undir hjá FH – Heimir las það á netinu að hann væri til sölu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 14:28

Heimir Guðjónsson þjálfar FH. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, verður gestur í sjónvarpsþætti 433.is í kvöld klukkan 20:30.

Sigurður Bjartur Hallsson skrifaði undir hjá FH í gær og kaupir félagið sóknarmanninn frá KR.

Sigurður mætti á sína fyrstu æfingu með FH í gær og fer í æfingaferð með liðinu á föstudag.

„Það er klárt, var klárað í gær og mætti á æfingu í gær. Það er ekkert launungarmál að við höfum viljað styrkja framlínuna hjá okkur,“ segir Heimir í sjónvarpsþætti kvöldsins.

Heimir segir að FH hafi vantað aukna breidd í sóknarleikinn.

„Við höfum ekki verið með mikla breidd, ég hef alltaf verið hrifin af Sigga sem leikmanni þegar hann hefur verið í KR-treyjunni. Stóð sig líka vel hjá Grindavík.“

„Hann kemur með góð element fyrir okkur, ég býst við því að hann eigi eftir að standa sig vel í FH-treyjunni.“

Heimir segist hafa lesið það á netinu að Sigurður væri á förum frá KR en þá var hann að fara að semja við Fylki. Hann hafði strax samband við Davíð Þór Viðarsson og lét hann vaða í málið.

„Ég sá þessa frétt á Fótbolta.net, þá hringdi ég strax í yfirmann knattspyrnumála og sagði honum að við færum strax í þetta mál að fullum þunga.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri skoraði úr ‘Panenka’ vítaspyrnu – Sjáðu markið

Orri skoraði úr ‘Panenka’ vítaspyrnu – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiga í viðræðum við Liverpool

Eiga í viðræðum við Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Í gær

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Xhaka

Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Samfélagið harmi slegið í kjölfar andláts 10 ára barns

Samfélagið harmi slegið í kjölfar andláts 10 ára barns
433Sport
Í gær

Eftirmaður Xavi Simons er í Championship deildinni

Eftirmaður Xavi Simons er í Championship deildinni
Hide picture