fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Starfsfólk KSÍ ekki spennt fyrir endurkomu Guðna í Laugardalinn

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 24. febrúar 2024 07:54

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluti af fastráðnu starfsfólki KSÍ og sjálfboðaliðar í kringum sambandið eru ekki spennt fyrir því að vinna aftur með Guðna Bergssyni, verði hann aftur kjörinn formaður KSÍ í dag. Þetta hefur 433.is eftir mjög áreiðanlegu heimildarfólki.

Þetta sama fólk er á því að ekki sé tímabært fyrir Guðna að snúa aftur, tveimur og hálfu ári eftir að sambandið logaði stafnanna á milli þegar hann sagði af sér.

Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ haustið 2021 eftir viðtal við Kastljós. Í kjölfar viðtalsins sagði Guðni og öll stjórnin af sér. málið tengdist málefnum landsliðsmanna og ásökunum á þeirra hendur.

Guðni var sakaður um að hafa sagt ósatt í samtali við Kastljós en Guðni hefur ekki verið sammála því og talað um að ekkert mál hafi formlega verið á borði KSÍ.

Úttektarnefnd ÍSI fjallaði um þetta í skýrslu sinni þegar rætt var um mál Guðna og KSÍ. „Þegar tekin er afstaða til þess hvernig KSÍ brást við opinberum ásökunum um hvernig tekið væri á tilkynningum eða ábendingum um kynferðisofbeldi og annars konar ofbeldi á vettvangi sambandsins verður ekki hjá því komist að benda á það að Guðni Bergsson lét sem formaður sambandsins ítrekað frá sér yfirlýsingar um að KSÍ hefði ekki fengið neinar tilkynningar eða ábendingar af þessum toga inn á sitt borð síðan hann tók við formennsku. Í því sambandi má vísa til ummæla Guðna í Fréttablaðinu 25. ágúst og í Kastljósi RÚV daginn eftir sem rakin eru í kafla 3.4. hér að framan. Þá var með vitund Guðna send yfirlýsing í nafni samskiptastjóra KSÍ 20. ágúst 2021 um að „kvartanir um meint brot einstakra leikmanna [hefðu] ekki borist inn á borð KSÍ“ og „að skýrir verkferlar lægju fyrir um slíkar kvartanir sem bárust“,“ sagð í skýrslu ÍSI um mál Guðna.

„Ljóst er að þessar yfirlýsingar sem formaður gaf í nafni KSÍ til fjölmiðla og almennings voru villandi, enda var formaður KSÍ á sama tíma með á borði sínu tilkynningu Y um ofbeldi gagnvart tengdadóttur sinni, auk þess sem formaðurinn var á sama tíma í samskiptum við leikmann landsliðsins vegna málsins. Þá samræmdust þessar yfirlýsingar ekki heldur því að KSÍ hafði rúmlega þremur árum áður fengið í sínar hendur tilkynningu um kæru á hendur leikmanni vegna ofbeldis sem varð til þess að hann var sendur heim úr æfingaferð landsliðsins.“

Stjórn sambandsins sem þurfti að segja af sér vegna málsins í kjölfarið að Guðni hafði axlað sína ábyrgð í málinu.

Ársþing KSÍ fer fram í dag og hefst klukkan 11:00, þar mun Guðni berjast við Þorvald Örlygsson og Vigni Má Þormóðsson um stól formanns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“