Florian Plettenberg sérfræðingur í félagaskiptum leikmanna segir að FC Bayern sé að nálgast samkomulag við Alphonso Davies.
Davies verður samningslaus næsta sumar og hefur ekki náð saman við Bayern.
Þýska félagið hefur hins vegar ákveðið að hækka boð sitt og er sagt nálgast samkomulag við Davies.
Davies er 24 ára gamall landsliðsmaður frá Kanada en Manchester United hefur sýnt honum mikinn áhuga.
Ef Davies verður ekki búin að semja við Bayern í janúar er talið að United muni bjóða honum samning þá til að reyna að kanna áhuga hans.