Ruben Amorim stjóri Manchester United hefur byrjað brösulega í starfi en segist sjá bætingar í því sem hann vinnur í núna.
Hann segir fyrsta skrefið vera það að fá leikmenn til að leggja sig fram allan leikinn, hlaupa og hlaupa.
„Við verðum að skilja stuðningsmenn okkar, þeir vildu sjá menn leggja sig fram í þessum fjórum leikjum á tveimur vikum,“ sagði Amorim.
„Þeir vilja sjá okkur vinna leiki, eftir smá stund vilja þeir sá framlag og sigurleiki. Þeir vilja sjá okkur ganga frá leikjum.“
„Þetta eru skrefin sem við verðum að fylgja, það er auðvelt að leggja sig fram. Hlaupa til baka og aftur fram. Við erum að einbeita okkur að því núna.“