fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Tíðindin hörmulegu mögulega lán í óláni fyrir Strákana okkar?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. desember 2024 18:52

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2024 var gert upp í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Það var að sjálfsögðu rætt um karlalandsliðið í handbolta í þættinum. Liðið datt út í milliriðli á EM á árinu sem er að líða en er á leið á HM eftir áramót, þar sem andstæðingarnir í riðlinum verða Slóvenar, Grænhöfðaeyjar og Kúba.

„Ég nenni ekki upp úr einhverjum riðli í 300. skipti. Ég vil keppa um einhvern málm,“ sagði Kristján ómyrkur í máli í þættinum.

video
play-sharp-fill

Lykilmaðurinn Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á mótinu vegna meiðsla. Er það mikið áfall en það má líka finna í því tækifæri segja spekingarnir.

„Það er of mikið af líkum leikmönnum og of mikið hnoð. Þegar við fengum Þorstein Leó inn á móti Ísrael var einhver sem gat hoppað upp upp úr engu og dúndrað á markið. Handbolti þarf ekki alltaf að vera flókin,“ sagði Ríkharð og hélt áfram.

„Gísli og Ómar eru gegnumbrotsgæjar. Þeir vilja fara í gegnum varnirnar. En það er auðvitað hræðilegt að vera ekki með Ómar.“

En hvernig getur Ísland farið sem lengst á mótinu? „Við þurfum að vera með markvörsluna í lagi. Það er númer 1, 2 og 3. Þetta er mjög einfalt,“ sagði Ríkharð.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Brynjar þurfti að segja Hjörvari Hafliða að ‘grjóthalda kjafti’ – ,,Ég var bara að bjarga honum“

Brynjar þurfti að segja Hjörvari Hafliða að ‘grjóthalda kjafti’ – ,,Ég var bara að bjarga honum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Máni tjáir sig um fréttirnar í vikunni – „Þetta er eitthvað mesta alkóhólista- og ofbeldissamband sem ég hef séð“

Máni tjáir sig um fréttirnar í vikunni – „Þetta er eitthvað mesta alkóhólista- og ofbeldissamband sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Í gær

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
Hide picture