fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“

433
Miðvikudaginn 25. desember 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum.

Sævar gekk í raðir Lyngby árið 2021, þá var liðið í dönsku B-deildinni en fór upp á fyrsta tímabili Íslendingsins. Freyr Alexandersson sótti Sævar til Lyngby, en hann yfirgaf félagið fyrir um ári síðan.

video
play-sharp-fill

„Ég er búinn að þroskast og breytast mikið sem leikmaður. Ég kom þarna út sem nánast hreinræktaður framherji. Ég spilaði ekki mikið fyrsta tímabilið í B-deildinni en var að koma mikið inn á. Svo á ég tvo lélega mánuði í nóvember og desember þar sem ég brenn eiginlega út. Þá kemur þetta langa jólafrí sem hentaði mér mjög vel og ég kom mun sterkari inn eftir jól.

Ég vissi alltaf að fyrsta árið færi í að reyna að koma mér inn í hlutina og Freysi sagði það alltaf við mig. En það tók í rauninni eitt og hálft ár,“ sagði Sævar um upphaf sitt hjá Lynbgy, en ekki er algengt að leikmaður sé eins lengi hjá félaginu og hann hefur verið.

Sævar rifjaði svo upp þegar Alfreð Finnbogason gekk í raðir Lyngby og hvernig áhrif það hafði á hann sem leikmann.

„Þegar hann kom inn breyttist ég smá sem leikmaður og fór að spila sem „hybdrid“ átta og það hentaði mér því ég er mjög sterkur varnarlega.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“
Hide picture