fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Byrjaði óvænt í gær – Greint frá því strax eftir leik að hann sé á förum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 08:00

Mikel Arteta og Kieran Tierney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kieran Tierney byrjaði óvænt sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í næstum 600 daga í 3-2 sigri á Crystal Palace í 8-liða úrslitum deildabikarsins í gær.

Tierney var á láni hjá Real Sociedad á síðustu leiktíð og er hann ekki í náðinni hjá Mikel Arteta, auk þess sem hann hefur átt erfitt vegna meiðsla.

Hann fór einmitt meiddur af velli þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks í gær.

Eftir leik greindi David Ornstein, blaðamaður The Ahtletic, svo frá því að Arsenal hafi ákveðið að virkja ekki ákvæði í samningi Tierney um að framlengja samning hans út næstu leiktíð.

Það er því ljóst að hann fer í síðasta lagi þegar samningur hans rennur út næsta sumar, en hann gæti einnig farið í janúar.

Celtic, sem seldi Tierney til Arsenal árið 2019, er sagt hafa mikinn áhuga á að fá hann til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 3 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni