Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Sævar hefur spilað undir stjórn nokkurra þjálfara á þremur og hálfu ári hjá Lyngby en Freyr Alexandersson yfirgaf félagið í fyrra og fór til Kortrijk. Þá tók Magne nokkur Hoseth við en hann entist ekki lengi í starfi.
„Hann var þarna í 50 og eitthvað daga en hann talaði aldrei við mig einn á einn, það er mjög skrýtið,“ sagði Sævar.
„Mér fannst pælingarnar hans varðandi fótbolta góðar en hann kom þeim svo illa frá sér. Við vorum búnir að vera með Frey sem er eimitt magnaður í því að selja manni hluti og fá mann til að trúa.
Þetta var mjög fínn gæi en hann passaði bara ekki vel inn í,“ bætti hann við.
Umræðan í heild er í spilaranum.