fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

433
Föstudaginn 13. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Sævar er sem stendur eini Íslendingurinn í röðum Lyngby en fyrir aðeins um ári síðan voru þeir fimm, þjálfarinn Freyr Alexandersson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen, auk Sævars.

video
play-sharp-fill

Sóknarmaðurinn viðurkennir að hann sakni þess að hafa alla þessa íslensku leikmenn með sér úti.

„Að sjálfsögðu. Þetta var ótrúlega gaman. Þegar við vorum að fá þessar fréttir af því að Gylfi væri að koma sendi Freysi á mig skilaboð og bað mig um að bjóða Gylfa út að borða eða eitthvað. Það var smá súrealískt að ég ætti að bjóða Gylfa út að borða,“ sagði Sævar og hló, en það vakti gríðarlega athygli þegar Gylfi gekk í raðir Lyngby haustið 2023.

„Við vorum mjög mikið saman og allir fjórir frekar ólíkir. Það var mjög gaman að hanga með þeim og ég sakna þess að hafa þá. En það er gaman að sjá að þeir hafi tekið góð skref,“ sagði Sævar um Íslendingana.

Gylfi spilar í dag með Val en Kolbeinn og Andri tóku skrefið til Hollands og Belgíu. Freyr tók þá við liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
Hide picture