Jadon Sancho er að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Chelsea eftir ansi erfið ár hjá Manchester United.
Kappinn var lánaður til Chelsea frá United í sumar en verður svo keyptur eftir tímabilið. Hann er kominn með 2 mörk og 5 stoðsendingar í 10 leikjum í öllum keppnum.
„Frá fyrsta degi hafa allir látið mér líða eins og heima hjá mér,“ sagði Sancho glaður eftir sigur á Tottenham í gær.
„Ég veit að ég hef margt að sanna. Ég hef verið að leggja hart að mér og mig langar að þakka liðinu og starfsfólki fyrir að gefa mér þetta tækifæri.“