Það voru ekki bara stuðningsmenn Chelsea sem vildu sjá rautt spjald í leik liðsins við Tottenham í kvöld.
Chelsea kvartaði yfir því að Dejan Kulusevski hefði ekki fengið rautt spjald fyrir olnbogaskot í 4-3 sigri liðsins.
Tottenham stuðningsmenn eru einnig með sína kvörtun og vilja meina að Moises Caicedo, miðjumaður Chelsea, hafi átt að fá reisupassann í fyrri hálfleik.
Caicedo slapp alveg þrátt fyrir nokkuð groddaralegt brot en gula spjaldið fór heldur ekki á loft.
Þetta má sjá hér.
No red card for Caicedo 👇
— Transfer Sector (@TransferSector) December 8, 2024