Marc Cucurella er búinn að henda takkaskónum sem hann notaði í kvöld í leik Tottenham og Chelsea.
Cucurella átti martraðar fyrri hálfleik í kvöld en Tottenham var með 2-1 forystu eftir fyrstu 45 mínúturnar.
Chelsea kom til baka að lokum og vann 4-3 sigur en Cucurella lagði upp fyrsta mark liðsins á Jadon Sancho.
Spánverjinn rann tvívegis á mjög óheppilegum tíma og þurfti í kjölfarið að skipta um takkaskó.
Fyrri takkaskórnir enduðu í ruslinu eins og má sjá hér fyrir neðan.
🗑️👟 Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024