fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Kvartaði undan því að bílnum hans hefði verið rústað – Kom í ljós að hann skemmdi hann sjálfur og þetta er ástæðan

433
Föstudaginn 29. nóvember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gekk mikið á hjá Real Madrid í kringum aldamótin þegar Florentino Perez fór að sanka að sér leikmönnum. The Upshot rifjar upp nokkrar skemmtilegar sögur frá þessum tíma.

Það var ekki ánægja með lið Real Madrid og hóf Perez að eyða fjármunum. Hann fékk Luis Figo til liðsins frá erkifjendunum í Barcelona. Stuðningsmenn Börsunga voru allt annað en sáttir og köstuðu svínshöfði í átt að Portúgalanum þegar hann sneri aftur á Camp Nou í búningi Real Madrid.

Sama sumar fékk Real Madrid Claude Makelele frá Celta Vigo. Kappinn var svo æstur í að Celta myndi samþykkja tilboð í hann að hann fékk umboðsmann sinn til að rústa bílnum sínum og sagði að stuðningsmenn Celta hefðu gert það. Hann fékk að fara.

Real Madrid fékk brasilísku stórstjörnunar Ronaldo 2002. Hann var til vandræða utan vallar og djammaði mikið. Eitt sinn spurði Perez forseti hann af hverju hann gæti ekki hagað sér vel eins og Figo. „Ef ég ætti eiginkonu eins og Figo myndi ég gera það,“ svaraði Ronaldo.

Michael Owen var síðar fenginn til Real Madrid og féll ekki beint inn í djammlífstíl sumra á svæðinu. Hann fór reglulega á flugvöllinn í Madríd og keypti ensk dagblöð. Ummæli hans vöktu þá athygli. „Ég sá Zidane, Ronaldo, Raul og Eto’o og hugsaði: Guð minn góður.“ Eto’o var nefnilega ekki hjá Real Madrid á sama tíma og Owen.

Fleiri magnaðar sögur eru í meðfylgjandi þræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Magnaður Messi minnti á gamla tíma og skoraði stórkostlegt mark

Magnaður Messi minnti á gamla tíma og skoraði stórkostlegt mark
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra