fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. nóvember 2024 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is hefur Valur hafnaði tilboði frá Víkingi í Gylfa Þór Sigurðsson. Tilboðið var rausnarlegt en Valur hafnaði því.

Tilboðið var lagt fram fyrir nokkrum dögum en því var hafnað um leið af Hlíðarenda.

Samkvæmt heimildum 433.is er ekki útilokað að Víkingur muni gera annað tilboð og freista þess að sækja Gylfa Þór.

Gylfi var að klára sitt fyrsta tímabil með Val en hann hefur síðustu vikur og mánuði verið orðaður við Víking.

Ljóst er að áhugi Víkings er til staðar á þessum besta landsliðsmanni sögunnar en samningur hans við Val rennur út eftir eitt ár.

Gylfi er 35 ára gamall og átti magnaðan feril í atvinnumennsku en hann gekk í raðir Vals rétt fyrir tímabilið í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“