fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Alfreð leggur skóna á hilluna – „Kæri fótbolti, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 12:01

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril. Alfreð greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

Alfreð er 35 ára gamall en ferill hans var mjög farsæll, hann rifti samningi við KAS Eupen í Belgíu á dögunum og hefur ákveðið að hætta.

Alfreð var atvinnumaður í þrettán ár en hann fór til Lokeren árið 2011 eftir að hafa orðið Íslands og bikarmeistari með Breiðablik.

Hann lék með Lokeren, Helsingborg, Heerenveen, Real Soceidad, Olympiakos, Augsburg, Lyngby og KAS Eupen erlendis.

Lengst af var Alfreð hjá Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð lék 73 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim átján mörk.

Alfreð var fyrr í haust ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðablik og hefur verið að vinna það starf undanfarið.

Kveðja Alfreðs:
Kæri Fótbolti

Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni

Þessi 5 ára strákur áttu einn stóran draum, ég var heppin að fá að lifa hann á hverjum degi og svo miklu meiri en það. Takk

Í dag er er dagurinn sem þessi magnaði kafli er á enda í mínu lífi, á sama tíma byrjar nýr kafli sem ég er mjög spenntur fyrir.

Þakkir til allra sem tóku þátt í þessu ferðalagi, sérstaklega fjölskylda mín fyrir stuðning og fórnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sagðir hafa fundað með Eiði Smára

Sagðir hafa fundað með Eiði Smára
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“