fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. nóvember 2024 12:30

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík hefur og mun á næstunni æfa í Kaplakrika, líklegt er að liðið muni æfa þar í vetur. Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH við 433.is.

Fram kom í Þungavigtinni í dag að Grindavík myndi æfa og spila í Kaplakrika á næstu leiktíð.

Davíð segir mjög ólíklegt að Grindavík spili í Kaplakrika næsta sumar. „Þeir æfa hérna núna þegar meistaraflokkarnir okkar eru í frí og svo er verið að skoða framhaldið. Mér finnst mjög ólíklegt að þeir spili hérna næsta sumar,“ sagði Davíð við 433.is.

Grindavík lék í Safamýri síðasta sumar á meðan Grindavík var lokuð, nú er búið að opna Grindavík og ekki óhugsandi að liðið geti spilað á heimavelli næsta sumar. Staðfest hefur verið að Grindavík verði ekki áfram í Safamýri.

Davíð segir ólíklegt að völlurinn í Kaplakrika myndi ráða við þrjá meistaraflokka næsta sumar.

Kvennalið Grindavíkur hefur sameinast Njarðvík og mun spila þar næsta sumar en óljóst er eins og staðan er hvar karlalið Grindavíkur verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“