fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Hilmar lýsir erfiðum tíma eftir fráfall þjálfara hans – „Það var erfitt að navigera lífið á þeim tímapunkti“

433
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Árni Halldórsson, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.

Hilmar, sem gerði garðinn frægan með Stjörnunni, spilaði framan af með Leikni og tók fyrstu skref sín í meistaraflokki í Breiðholtinu. Þar var hann meðal annars þjálfaður af Sigursteini Gíslasyni heitnum, en Sigursteinn lést eftir baráttu við krabbamein snemma árs 2012, 43 ára gamall.

„Hann var ótrúlega góður maður, þvílík lífsorka í honum,“ sagði Hilmar í þættinum.

video
play-sharp-fill

„Við vorum ótrúlega nálægt því að komast upp undir hans stjórn. Við klikkuðum á síðasta leiknum fyrir pökkuðum Leiknisvelli.“

Hilmar kunni gríðarlega vel við Sigurstein og lýsti erfiðum tíma er hann kvaddi.

„Það var ótrúlega erfitt tímabil. Það var erfitt að navigera lífið á þeim tímapunkti. Þetta voru súrealískar aðstæður.“

Sigursteinn átti farsælan feril sem leikmaður og þjálfari. Hann lék lengst af með ÍA og KR og vann hvorki meira né minna en níu Íslandsmeistaratitla með þessum tveimur félögum.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“
433Sport
Í gær

Allir æfðu í París

Allir æfðu í París
Hide picture