fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Orri Steinn nýtur lífsins á Spáni – „Maður vill sigra heiminn strax en stundum tekur það lengri tíma“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins er klár í slaginn gegn Wales í Þjóðadeildinni á föstudag. Íslenska liðið kom saman í gær fyrir heimaleiki gegn Wales og Tyrklandi.

Orri Steinn hefur verið að venjast nýju liði á Spáni en hann var keyptur til Sociedad í lok ágúst fyrir rúma 3 milljarða króna.

„Tvö góð lið, skemmtilegir leikir á heimavelli. Væri geggjað að fá eins marga stuðningsmenn og hægt er, mér fannst við gera marga góða hluti í síðasta verkefni. Það er fullt af hlutum í leiknum sem mér fannst við bæta, maður fann að stuðningurinn heima var góður. Vonandi koma sem flestir að styðja við okkur,“ segir Orri Steinn í samtali við 433.is.

video
play-sharp-fill

Orri segir mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að nýta sér Laugardalsvöllinn og það forskot sem hann getur gefið.

„Við verðum að nýta heimavöllinn, mér finnst við hafa yfirhöndina á heimavelli og við verðum að nýta það. Þetta er leikur sem við þurfum að vinna ef við ætlum okkur eitthvað í þessari keppni

„Við komum saman í gær og æfingin í dag var góð, það er fullt af hlutum sem við erum að vinna með. Við tölum um litlu hlutina þegar líður á vikuna.“

Um nýtt líf á Spáni segist Orri njóta þess í botn að vera á nýjum stað og spila í einni sterkustu deild í heimi.

„Þetta er auðvitað öðruvísi en Danmörk, mikið af hlutum sem maður þarf að venjast. Það er búið að vera krefjandi, mér finnst ég hafa komist á gott ról innan vallar. Við spilum á þriggja daga fresti og lítið æft, maður þarf að læra inn á liðið og taktík í leikjum.“

„Ég hafði góðan tíma til að hugsa hvort þetta væri það sem ég vildi, ég hefði aldrei tekið þetta skref ef ég vissi að ég væri ekki tilbúinn. Það var geggjað að skora tvö mörk á móti Valencia, losna aðeins við pressuna.“

Orri segir að það hafi verið mögnuð upplifun að skora fyrstu mörkin. „Völlurinn var klikkaður og stemmingin geggjuð, þetta var það sem manni dreymdi um þegar maður var lítill.“

Orri var ónotaður varamaður í síðasta leik en segist meðvitaður um að það geti tekið tíma að festa sig í sessi. „Maður þarf að átta sig á því að maður er tvítugur, stundum þarf maður að vera þolinmóður. Ég er að reyna að vera þroskaður, maður vill sigra heiminn strax en stundum tekur það lengri tíma.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
Hide picture