fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Sancho vildi komast aftur til fjölskyldunnar

Victor Pálsson
Mánudaginn 7. október 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

London spilaði stórt hlutverk í að koma Jadon Sancho til Chelsea en þetta segir fyrrum þjálfari hjá Manchester United, Benni McCarthy.

McCarthy þekkir til Sancho sem er samningsbundinn United en var lánaður til Chelsea í sumar og mun enska félagið kaupa hann endanlega næsta sumar.

McCarthy segir að Sancho hafi verið með heimþrá hjá United og að það sé mögulega ástæða þess að hlutirnir gengu ekki upp á Old Trafford.

,,Hann er frábær strákur. Hann er með frábæran karakter og getur gert stórkostlega hluti á vellinum,“ sagði McCarthy.

,,Það er leiðinlegt að hlutirnir hafi ekki gengið fyrir Jadon hjá United því hann er leikmaður sem gat látið ljós sitt skína hjá félaginu.“

,,Hann er nær heimili sínu í dag, hann átti það til að laumast til London ansi mikið. Hann hefur saknað heimilsins og vildi vera nær fjölskyldu og vinum.“

,,Menningin í London er ansi sterk og sérstök svo ég tel að Jadon hafi viljað upplifa það á ný. Hann var mjög oft í borginni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja
433Sport
Í gær

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni
433Sport
Í gær

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur