Ruben Amorim stýrði Sporting Lisbon að öllum líkindum í síðasta sinn í gær en hann fékk fallegar kveðjur frá stuðningsmönnum liðsins.
Manchester United er að reyna að ganga frá ráðningu Amorim og hefur félagið látið Sporting vita að félagið sé tilbúið að borga 10 milljóna evra klásúlu hans.
Amorim og félagar tóku á móti Nacional í gær og fékk Amorim dynjandi lófaklapp fyrir leik.
Búist er við að Amorim ferðist til Englands á næstu dögum en United vill fá hann til starfa fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudag.
Amorim er 39 ára gamall en hann var mikið orðaður við Liverpool síðasta sumar.
💚 Sporting fans ✖️ Rúben Amorim ahead of his move to Man United.pic.twitter.com/r5Rj9Ib0OC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 29, 2024