fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Ómar Ingi hættur með HK – „Eftir erfiða daga hef ég ákveðið að taka erfiða ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 22:41

Ómar Ingi. Mynd: HK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómari Ingi Guðmundsson hefur tekið ákvörðun um að hætta sem þjálfari HK. Liðið féll úr Bestu deild karla um helgina.

Ómar sem hefur þjálfað lengi hjá HK tók við meistaraflokki félagsins á síðasta ári og stýrði liðinu í tæp tvö ár.

Yfirlýsing Ómars:

Takk fyrir mig HK
Eftir erfiða daga hef ég ákveðið að taka erfiða ákvörðun. Ég hef ákveðið að endursemja ekki við HK um áframhaldandi þjálfun.

Ég tek þessa ákvörðun þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt undanfarin ár í starfi innan knattspyrnunnar. Það er mitt mat að þetta sé rétti tímapunkturinn fyrir mig og HK til þess að skiljast tímabundið að til þess að bæði ég og félagið getum tekið þau framfaraskref sem ég tel nauðsynleg á komandi árum.

Það þýðir að ég er að kveðja félagið sem hefur alið mig upp síðustu 30 árin rúmlega. Ég er svo ótrúlega heppinn og þakklátur fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst á þessum langa tíma sama hvort það eru þeir sem ég spilaði með, þau sem ég þjálfaði, foreldrar þeirra sem ég þjálfaði eða spilaði með sem og allir þeir frábæru þjálfarar og sjálfboðaliðar sem ég hef fengið að vinna með bæði sem iðkandi og þjálfari. Félagið hefur kynnt mig fyrir svo ótrúlegu fólki sem ég tel í hópi minna bestu vina að ógleymdri eiginkonu minni.
Ég mun alltaf vera gallharður HKingur og hlakka til að fylgjast með félaginu vaxa frá öðru sjónarhorni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum