Knattspyrnusumrinu á Íslandi lauk formlega í gær þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari með sigri á Víkingi í hreinum úrslitaleik.
Nú þegar leikmenn fara í frí fara þjálfarar og aðrir stjórnendur að skoða hvernig hægt er að styrkja leikmannahópana.
Á Íslandi er það oft þannig að samningslausir leikmenn eru ansi vinsælir. Sjö stór nöfn eru í boði þetta haustið.
Tveir lykilmenn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks eru að verða samningslausir og gætu einhver félög reynt að krækja í þá.
Frederik Schram markvörðru Vals er á förum og þá er Viðar Örn Kjartansson að verða samningslaus hjá KA:
Fleiri góðir bitar eru í boði en hér að neðan eru þeir helstu.
Sjö stærstu nöfnin sem eru að renna út af samningi:
Kristinn Jónsson – Breiðablik
Andri Rafn Yeoman – Breiðablik
Frederik Schram – Valur
Logi Hrafn Róbertsson – FH
Atli Sigurjónsson – KR
Viðar Örn Kjartansson – KA
Birkir Valur Jónsson – HK