Samkvæmt Manchester Evening News eru forráðamenn Manchester United að skoða fjögur til fimm þjáflara sem geta tekið við liðinu.
Ruud van Nistelrooy mun stýra United tímabundið eftir að Erik ten Hag var rekinn úr starfi í dag.
Mesta athygli vekur að staðarblaðið heldur því fram að Ole Gunnar Solskjær komi til greina.
Solskjær var rekinn úr starfi hjá United árið 2021 og hefur síðan þá ekki verið í starfi. Hann hafnaði danska landsliðinu á dögunum af því að stórt starf biði hans.
Manchester Evening News segir að óvíst sé hvort Solskjær væri kostur til lengri tíma eða að hann kæmi hreinlega inn í þjálfarateymið.