fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Skýrði frá nýjum upplýsingum um umdeilda kæru Garðbæinga – „Nú finnst mér þetta mál algjörlega galið“

433
Laugardaginn 26. október 2024 08:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður og stjórnandi Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Úrslitaleikur KA og Stjörnunnar í C-liðum 4. flokks karla varð á magnaðan hátt ein af stærstu íþróttafréttum undanfarinna daga. Þar vann KA sigur í vítaspyrnukeppni. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma í þeim og var leikurinn framlengdur, í stað þess að framlengja leikinn um 20 mínútur eins og reglur gera ráð fyrir þá framlengdi dómari leiksins hann um 10 mínútur.

Eftir framlengingu var jafnt og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar átti reglum samkvæmt að taka 5 spyrnur á lið en dómari leiksins lét liðin aðeins taka þrjár spyrnur. Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og KSÍ dæmdi að leikurinn hefði ekki verið löglegur og var ákveðið að endurtaka framlengingu leiksins í dag þar sem Stjarnan vann 1-0 sigur. KA þurfti að greiða fyrir ferðakostnað Stjörnunnar.

video
play-sharp-fill

Stjarnan hefur hlotið mikla gagnrýni vegna málsins þar sem um leik á meðal barna er að ræða. Þetta var að sjálfsögðu tekið fyrir í Íþróttavikunni.

„Þetta er ótrúlega skrýtið mál. Ég skal alveg gefa smá slaka á að hafa ekki verið með tímann á hreinu, en að láta drengina taka þrjár vítaspyrnur finnst mér algjörlega galið,“ sagði Stefán.

Hrafnkell tók þá til máls.

„Ég myndi skilja þetta í 2. flokki en þarna ertu með stráka sem eru að hafa gaman að þessu, að bæta sig, læra að vera í hóp, þetta er forvörn. Þetta er ekki það sem skiptir máli, þetta mun ekki sitja eftir þegar þú ert 20-30 ára.

Báðir þjálfarar samþykkja þetta. Það er til á upptökum. Það er farið til þjálfarana og þeim sagt að þetta séu tvisvar sinnum fimm og þrjú víti. Þeir bara: Ekkert mál, voru bara til í það,“ sagði hann.

„Ég vissi þetta ekki og nú finnst mér þetta mál algjörlega galið,“ sagði Stefán þá að endingu um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
Hide picture