HK er fallið úr Bestu deild karla eftir leik við KR sem fór fram í lokaumferðinni í dag.
KR fór létt með HK í þessum leik og skoraði sjö mörk gegn engu en Benoný Breki Andrésson gerði fimmu og bætti markametið um leið.
Jafntefli hefði dugað HK í leiknum en Vestri tapaði 3-1 heima gegn Fylki á sama tíma sem kemur á óvart.
Bæði lið enda deildina með 25 stig en Vestri er með mun betri markatölu og heldur sér uppi.
KA vinnur þá forsetabikarinn eftir öruggan 4-1 sigur á Fram og endar deildina með 37 stig.
KR 7 – 0 HK
1-0 Jóhannes Kristinn Bjarnason(‘6)
2-0 Benoný Breki Andrésson(’30, víti)
3-0 Benoný Breki Andrésson(’32)
4-0 Benoný Breki Andrésson(’51)
5-0 Benoný Breki Andrésson(’67)
6-0 Benoný Breki Andrésson(’90)
7-0 Alex Þór Hauksson(’93)
Vestri 1 – 3 Fylkir
1-0 Fatai Gbadamosi(’23)
1-1 Halldór Jón Sigurður Þórðarson(’60)
1-2 Matthias Præst(’79)
1-3 Theodór Ingi Óskarsson(’81, víti)
Fram 1 – 4 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson(’15)
0-2 Rodrigo Mateo(’19)
1-2 Tryggvi Snær Geirsson(’65)
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’74)
1-4 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’78, víti)