Valsmenn hafa búið til hátíðardagskrá á morgun þegar Birkir Már Sævarsson spilar sinn síðasta leik á ferlinum þegar Valur tekur á móti ÍA.
Birkir er fertugur en hann hefur átt magnaðan feril, bæði sem atvinnumaður og landsliðsmaður.
Birkir er uppalinn í Val og lék með félaginu til ársins 2008, hann snéri svo aftur tíu árum síðar eftir feril í atvinnumennsku.
Birkir lék 103 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim leikjum þrjú mörk.
Birkir er einn traustasti landsliðsmaður sem Ísland hefur átt en hann leggur skóna á hilluna á sunnudag.