50 Tyrkir réðust á stuðningsmenn Manchester United í Istanbúl í gær fyrir leik United og Fenerbache í Tyrklandi í kvöld.
Stuðningsmenn United voru á rölti um götur borgarinnar þegar 50 manns réðust á þá.
Tyrkirnir notuðu meðal annars kúbein. „Manchester er loksins rauð,“ skrifaði hópurinn frá Tyrklandi og vitnaði þar til þess að blætt hefði úr nokkrum.
Um er að ræða öfgahóp stuðningsmanna Fenerbache sem vildi fara í slag og réðust þeir harkalega á stuðningsmenn United.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:00 en Fenerbache leikur undir stjórn Jose Mourinho fyrrum stjóra United.
Man United fans being attacked out in Istanbul last night.
Not good to see this, stay safe out there. pic.twitter.com/nYuhaYTeOm
— Football Away Days (@AwayDays_) October 24, 2024